28.11.2008
Enn stíga sunnanmenn upp í rútu og halda norður yfir heiðar til að spila hokkí. Að þessu sinni eru það Bjarnarmenn sem heimsækja SA-menn og í það heila verða leiknir þrír leikir. Sá fyrsti hefst á föstudagskvöldið klukkan 22.00 og leika þar meistaraflokkar liðanna. Bæði lið ættu að vera vel mönnuð hvað sem próflestri og annarri óáran líður. Bjarnarmönnum hefur í síðustu leikjum verið að bætast liðsstyrkur og má þar nefna Úlfar Jón Andrésson og Róbert Freyr Pálsson. Enn bætist í hópinn því um helgina því Brynjar Þórðarson hefur leik á ný og ekki er lokum skotið fyrir að Niklas Setala verði búinn að jafna sig af meiðslum. Hjá SA-mönnum eiga allir að vera heilir en einn af þeirra markahæðstu mönnum, Stefán Hrafnsson, tekur út leikbann í fyrri leiknum og er það skarð fyrir skildi.
Á laugardeginum leika sömu lið síðan aftur og hefst sá leikur klukkan 18.00 og strax að honum loknum leika sömu lið í 3. flokki karla.
Nokkur pressa er á Bjarnarmönnum að stela stigum í ferð sinni norður yfir heiðar á meðan SA-menn munu gera sitt ýtrasta til þess að sagan frá því um síðustu helgi endurtaki sig ekki. Ástæða er til að fjölmenna á leikinn og hafa gaman af.
HH