Helgaruppgjör

Helgin var fjölbreytt fyrir hina ýmsu hokkíspilara að þessu sinni. Spilað var bæði sunnan og norðan heiða og úrslitin ekki alltaf aðalatriðið.

Byrjum á leik SA og Bjarnarins í 2. fl karla sem fram fór á Akureyri. Honum lauk með sigri Bjarnardrengja sem gerðu 4 mörk gegn 1 marki SA-drengja. Reyndar höfðu SA drengir forystuna lengst af leik and undir lokin gáfu þeir eftir og Björninn gerði 4 mörk á síðustu 10 mínútum leiksins.

Lotur: 0 - 0, 1 - 0 og 0 - 4. 

Mörk/stoðsendingar SA:

Andri Freyr Sverrisson 1/0
Orri Blöndal 0/1

Refsimínútur SA: 10 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steindór Ingason 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Róbert Freyr Pálsson 1/0
Anton E. Þórðarson 1/0
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Sigursteinn Atli Sighvatsson 0/1
Styrmir Örn Snorrason 0/1

Refsimínútur Björninn: 10 mín.

Í Egilshöllinni var mót heldri manna og þar báru Delta airline starfsmenn frá Seattle sigurorð af London Devils með 4 mörkum gegn 1. Mikið fjör var á mótinu þótt mönnum gengi misjafnlega að fóta sig á ísnum. Fregnir höfðu borist af því að Delta menn ætluðu að spila við SR-inga á æfingu enn ekki höfum við spurnir af úrslitum.

Á Akureyri voru yfir 100 sigurvegarar sem mættu á Brynjumót. Mótið fór í alla staði vel fram og almenn ánægja meðal þáttakenda. Spilað var lungann úr laugardeginum og fram að hádegi á sunnudeginum.

Þess má svo að lokum geta að unnið hefur verið í tölfræði, þ.e. mörkum og stoðsendingum og vonandi verður hægt að birta eitthvað af þeim síðar í dag.

HH