Fara í efni
Heldri manna mót
22.01.2009
Um aðra helgi verður haldið heldri manna mót í Skautahöllinni á Akureyri. Mót þessi eru oft hin mesta skemmtun þótt stundum sé kappið öllu meira en forsjáin.
Mótið er kennt við Magnús Einar Finnsson sem var einn af burðarásum í íslensku íshokkí um árabil. Magnús gegndi hin síðustu ár starfi formanns Skautafélags Akureyrar en auk þess að hafa bæði verið leikmaður og þjálfari hjá félaginu dró hann vagninn í norðlensku íshokkí í áraraðir. Magnús gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan íshokkíhreyfingarinnar og átti sæti í stjórn Skautasambandsins og síðar í stjórn Íshokkísambandsins til dauðadags, en hann lést árið 2005.
Dagskrá mótsins má sjá á heimasíðu Skautafélags Akureyrar
Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
HH