29.03.2008
Kvennalandsliðið var rétt í þessu að klára sinn síðasta leik í IV. deild heimsmeistaramótsins í Rúmeníu. Leikurinn endaði 3 - 0 íslenska liðinu í vil og því klárar íslenska liðið deildina með full hús stiga. Lotur fóru Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim og vonandi bara byrjunin á því sem koma skal í kvennahokkí hér á landi. Að leik loknum var Sólveig Smáradóttir valinn leikmaður leiksins en Anna Sonja Ágústsdóttir besti leikmaður Íslands í mótinu.
Mörk/stoðsendingar Íslands:
Birna Baldursdóttir 1/0
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Sólveig Smáradóttir 0/1
Til hamingju.
HH