Flensan er búin að fara illa með U 18 liðið okkar sem að lék sinn fyrsta leik í Litháen í dag. Tveir leikmenn duttu úr liðinu kvöldið fyrir brottför og tveir til viðbótar í Kaupmannahöfn vegna skæðrar flensu, auk þess sem einn af lykilmönnum liðsins Steinar Grettisson er búin að vera með hita. Strákarnir okkar léku við Króatíu í dag og töpuðu leiknum með 11 mörkum gegn 1. Doði og lumbra settu svip sinn á leik okkar manna sem voru að leika langt undir getu. Samkvæmt upplýsingum að utan var jafnræði í leik liðanna en á meðan að allt gékk upp hjá Króötum gékk ekkert upp hjá okkar mönnum. Það var Þorsteinn Björnsson sem að skoraði mark íslands. Flensuhremmingar þessar hafa haft nokkur áhrif á leikmannahópinn en vonandi erum við búin að hrista þetta af okkur. Gauti læknir fylgist afar vel með öllum og þeir eru í raun í betri höndum en heima hvað varðar eftirlit með heilsu. Það er algerlega ómetanlegt fyrir okkur öll að njóta velvilja og hjálpar Dr. Gauta í þessum ferðum okkar.
Foreldrar sem að vilja heyra í drengjunum sínum geta hringt á hótelið Sími: +37037306100, Fax: +370337205289, E-mail:
incoming@takiojineris.com, Heimasíða:
http://www.takiojineris.com/takiojineris/en/about_hotels herbergisnúmer leikmanna eru sem hér segir:
Nr. |
Nafn |
421 |
Úlfar Andrésson |
421 |
Patrick Eriksson |
422 |
Aron Leví Stefánsson |
422 |
Sæmundur Þór Leifsson |
423 |
Guðmundur Guðmundsson |
423 |
Steinar Grettisson |
424 |
Egill Þormóðsson |
424 |
Pétur Maack |
425 |
Þorsteinn Björnsson |
425 |
Magnús Tryggvason |
426 |
Andri Þór Guðlaugsson |
426 |
Stefán Tumi Þrastarson |
427 |
Gunnar Guðmundsson |
427 |
Kolbeinn Sveinbjarnarson |
428 |
Gunnar Örn Jónsson |
428 |
Matthías Skjöldur Þrastarson |
|
|
Nr. |
Fararstjórn |
429 |
Sigurjón Sigurðsson og Sigrún Jónsdóttir |
521 |
Árni E. Albertsson |
522 |
Gauti Arnþórsson |
525 |
Ed Maggiacomo |
526 |
Rúnar Rúnarsson |
Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra að þeir nýti sér þessa leið til þess að ná sambandi við drengina en mikið álag hefur verið á farsíma fararstjóranna og mínútugjalið þegar hringt er til Litháen er 70 krónur og 140 krónur þegar þeir hringja heim.
Reynt verður eftir fremmsta megni að koma fréttum af liðinu hér á heimasíðu sambandins á næstu dögum.
ÁFRAM ÍSLAND