Fara í efni
Framundan
21.04.2008
Nú þegar keppnistímabilinu er lokið hjá okkur íshokkímönnum er eitt og annað sem menn eru farnir að ræða varðandi næsta ár. Þeir sem hafa góðar hugmyndir er velkomið að senda þær á skrifstofuna. Hérna koma fáeinar hugmyndir sem eru í gangi.
1. Leikmenn sem leika í 4. flokki og uppúr skulu gangast undir próf þar sem athuguð verður reglukunnátta þeirra varðandi leikinn. 2. Endi leikir í 2. flokki með jafntefli skal leikin ein fimm mínútna framlenging með gullmarki. Verði ekki skorað skal halda vítakeppni með þremur þáttakendum og svo bráðabana. Sigurvegarar fá aukastigið. Ekki er heflað. 3. Keppnisfyrirkomulagi í kvennahokkí verðir breytt með það í huga að þær sem taka þátt í landsliðsstarfi fái meira að erfiðum leikjum en auðveldara verði fyrir nýliða að byrja. 4. Leyfðar verði tæklingar í 4 flokki karla. 5. Annar flokkur liðanna keppi í kross. Sem dæmi: 2 flokkur SR og Bjarnarins fer saman og keppir gegn meistarflokki SA. Hugmyndin er komin mjög stutt á veg og öll útfærsla eftir. Umræður um þessar breytingar eru á algjörum byrjunarreit. Hinsvegar verðum við að vera lifandi hreyfing sem reynir að bæta sig ár frá ári og það gerum við með því að ræða málin og framkvæma góðar tillögur. Gaman væri samt að heyra í sem flestum sem hafa eitthvað til málanna að leggja en þeir mega endilega senda póst á ihi@ihi.is
HH