31.03.2006
Rétt í þessu var að ljúka skemmtilegu móti í Skautahöllinni í Laugadalnum sem bar nafnið Financial World Cup. Keppendur á mótinu komu frá Svíþjoð, Finnlandi, Kanada og Bandaríkjunum auk eins liðs frá Íslandi. Leikmenn liðanna eiga flestir það sameiginlegt að starfa í fjármála og hlutabréfageiranum en þaðan er nafn mótsins til komið.
Íslenska liðið var að stærstum hluta sett saman úr meistaraflokki og Old Boys Skautafélags Reykjavíkur og þar sást m.a. til Diddós og Rúnars Steinsen. Með liðinu spiluðu þó leikmenn frá öllum liðum deildarinnar en Sergei Zak kom frá Birninum, Jón Gísla frá SA og Sigurður Sigurðsson frá Narfa. Mótherjarnir voru engir aukvisar í sportinu og átti íslenska liðið í mesta basli með þá en af fjórum leikjum voru fjórir naumir ósigrar og eitt jafntefli.
Spilaðar voru tvær 18 mínútna lotur með klukkustoppi og allt mótið keyrt á einum degi, þannig að hvert lið spilaði 4 leiki og því óhætt að segja að keyrslan hafi verið mikil. Sigurvegarar mótsins urðu síðan þeir kanadísku sem komu frá Toronto en þeir voru klárlega með sterkasta liðið og unni m.a. okkur Íslendingana 5-1. Þetta var skemmtilegt mót - alltaf ánægjulegt að fá hingað erlenda gesti.