30.03.2006
Í kvöld mættust í Skautahöllinni á Akureyri Fálkarnir frá Winnipeg og SA í kvennaflokki. SA stelpur komu værukærar til leiks og staðan var orðin 3 - 0 fyrir Fálkana eftir rúmar 3 mínútur og útlitið svo sannarlega ekki bjart. En eftir þennan skell vöknuðu þær íslensku til lífsins og fóru að bíta frá sér og fleiri urðu mörkin ekki í 1. lotu. Í 2. lotu var hart barist en hvorugu liðinu tókst að skora. Sama jafnræðið var með liðunum í 3. lotu en þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum bættu þær kanadísku við sínu 4. marki og lokastaðan því 4-0. Að öðrum ólöstuðum átti María Fernanda í marki SA stórleik og varði oft meistaralega frá framherjum Fálkana sem létu skotin dynja á marki SA.