LTP - námskeið

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Um helgina verður haldið haldið svokallað LTP-námskeið en LTP stendur fyrir Learn To Play. Félögin munu tilnefna sína fulltrúa á það námskeið en öllum áhugasömum er þó heimil þátttaka. Þeir þurfa einfaldlega að tilkynna hana með pósti til ihi@ihi.is

Námskeiðið hefst á föstudagskvöldið með fyrirlestri en hann fer fram í fundarsal ÍSÍ að Engjavegi 6 en leiðbeinandi á námskeiðinu er Andri Freyr Magnússon sem nýverið sótti námskeið á vegum IIHF vegna þessa.

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 18:30 – 22: 30 Fyrirlestur + verkefni.
Laugardagur 09:30 – 10:30 Ísæfing (Egilshöll).
Laugardagur 14:00 – 17:30 Fyrirlestur + verkefni.
Sunnudagur 09:10 – 10.10 Ísæfing (Laugardalur).
Sunnudagur 12:00 – 14:00 Fyrirlestur (ef með þarf).

Haldnar verða sameiginlegar ísæfingar hjá félögunum hér í Reykjavík í barnaflokkum sem telst verklegi hluti námskeiðsins. Námsefnið sem notað er á námskeiðinu má finna hér.

HH