Eldur og ís



Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið að myndast nýtt hokkílið hérna á Reykjavíkursvæðinu. Liðið er skipað sjúkraflutninga- og slökkviliðsmönnum og lögreglumönnum og æfir í Laugardalnum tvisvar í viku. Upphafið að þessu má rekja til kynningar á “Mottumars” en kynningin á því átaki var leikur slökkviliðs- og lögreglumanna, sem fram fór á ísnum í Laugardal.

Leikmenn liðsins hafa verið að spila við heldri manna lið úr SR og Birninum og getan hjá þeim eykst jafnt og þétt. Hópurinn í það heila samanstendur af u.þ.b. 30 manns þó mismunandi margir mæti á æfingar hverju sinni þar sem manna þarf vaktir. Oftast mæta um 10 -15 hverju sinni. Stefnan er sett á heimsleika lögreglu- og slökkviliðsmanna sem fram fara Belfast 2013. Þetta er í fyrsta sinni sem Ísland sendir lið til keppni í íshokkí á leikunum.  

Liðið hefur nú látið sauma á sig treyjur og stillti sér upp í tilefni dagsins.

HH