17.09.2006
Fyrsti leikur leiktíðarinnar í meistaraflokki karla var leikinn í gærkvöldi í Egilshöll þegar Bjarnarmenn fengu Skautafélag Akureyrar í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíma og eftir venjulegan leiktíma var jafnt 4 - 4. Samkvæmt keppnisreglum ÍHÍ getur leik í mfl. ekki lokið með jafntefli, hvort lið fær eitt stig fyrir jafnteflið en þau leika til þrautar um aukastig, þannig að leikurinn var framlengdur í bráðabanaformi. Í framlengingunni skoruðu SA menn gullmark og tryggðu sér auka stigið. Björninn hlaut því 1 stig eftir þessa viðreign og SA 2. Að frásögnum að dæma var leikurinn fjörugur og ríkti jafnræði með liðunum.
Úrslitin voru því (4-4) 4-5. Meira um leikinn síðar í kvöld þegar leikskýrsla berst.