Dómarar og reglur

Þeir félagar Orri og Sindri að störfum
Þeir félagar Orri og Sindri að störfum


Einsog fram kemur á heimasíðu Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) hefur dómurum verið úthlutað verkefnum á komandi heimsmeistaramótum keppnistímabilsins með þeirri undantekningu að endanleg ákvörðun um efstu deildina verður ekki tekin fyrr en í febrúar á næsta ári.
Tveir íslenskir dómarar hlutu úthlutun að þessu sinni en það eru þeir Sindri Gunnarsson og Orri Sigmarsson. Báðir munu verða línudómarar á II. deild a-riðils á HM sem haldið verður í Reykjavík í apríl 2015. Þetta er stærsta og erfiðasta verkefni sem þeir hafa fengið en með þessu skapast dýrmæt reynsla innan dómara hér á landi.

Einsog og hokkíáhugamenn vita kom út ný reglubók sem gilda mun frá 2014 - 2018. Enn bættist í safnið í síðustu viku en þá kom út dæmabók (Case book 2014-15) þar sem farið er nánar í atriði sem misskilningi gætu valdið og tekin dæmi. Báðar bækurnar eru hin áhugaverðasta lesning fyrir alla sem vilja læra meira um íþróttina.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH