21.10.2008
Síðastliðin fimmtudag var línudómaranámskeið á vegum ÍHÍ í Egilshöll. Heimtur voru ágætar því tólf manns mættu á námskeiðið og gleðilegt var að sjá að enn bætist í hóp þeirra kvenna sem taka línudómarann. Helgi Páll sá um framkvæmdina í samráði við ÍHÍ og var bæði um bóklegt og verklegt nám að ræða. Próf var tekið í lok námskeiðsins og verið er að fara yfir það og hringja út einkunnir til þeirra sem tóku prófið. Dómaranefnd mun að lokum fara yfir niðurstöðurnar og setja niður hvernig þessi liðsauki verður notaður.
Leikmannaprófum og yfirferð á þeim er einnig að ljúka og nú er verið að slá inn niðurstöðurnar svo sjá megi hvernig munurinn er milli einstaka flokka. Einn hefur bæst við í toppflokkinn frá því að ég skrifaði hérna síðast þannig að nú eru þeir fimm sem náð hafa hæðstu einkunn sem gefin hefur verið. Byrjað verður að skila prófunum til baka seinna í þessari viku og byrjun næstu.
HH