17.08.2005
ÍHÍ stendur fyrir dómaranámskeiðum helgina 9. til 11. september næstkomandi, leiðbeinendur á námskeiðinu verða Kim Petersen og Claus Fonnesbech Christensen frá Danska íshokkísambandinu einnig verður Mohammed Ashraf frá Breska íshokkísambandinu hér. Námskeiðið verður í 2 hlutum fyrir byrjendur og þá sem eru komnir skemmra á veg, og síðan sérstakt prógram fyrir þá sem hafa verið að dæma og hafa nokkra reynslu. Í lok námskeiðanna verða síðan próf sem að veita réttindi til dómgæslu þetta tímabil.
Íslenska og Danska sambandið hafa upp á síðkastið verið að undirbúa dómaraskipta kerfi sem verulegar líkur eru á að hefjist á komandi tímabili. Þar er gert ráð fyrir því að danskir dómarar sem hafa fengið réttindi þetta tímabil komi hingað til lands og dæmi einhverja leiki í mfl. karla og að sama skapi fari íslenskir dómarar sem hafa réttindi fyrir tímabilið til danmerkur og dæmi leiki í dönsku fyrstu deildinni. Stjórn ÍHÍ bindur miklar væntingar við þetta fyrirkomulag. Innan skamms verður gefið upp hvar hægt verður að skrá sig til þátttöku í dómaranámskeiðum ÍHÍ.