Lengi hefur verið tala um að koma upp kerfi sem sér um leikskýrslur og sendir frá sér upplýsingar um gang leikja um leið og hlutirnir gerast. Eitt af því sem unnið hefur verið að hjá ÍHÍ síðasta árið er að reyna að koma svokölluðu "danska kerfi" á. Málið hefur þokast áfram með hraða snigilsins en það þokast nú samt. Á íshokkíþingi um liðna helgi var kynnt staðan á málinu og sýnt sýnishorn af þeim tæknibúnaði sem þarf að vera til staðar til að þetta sé mögulegt. Núverandi kerfi gefur möguleika á að nota svokallaðan snertiskjá sem á að gera kerfið allt miklu auðveldara í notkun. Enginn vafi er að kerfi sem þetta myndi verða íshokkí mjög til góðs, hægt væri að láta fjölmiðla hafa tölfræði úr leik einhverjum sekúndum eftir að honum lýkur, leikskýrslugerð yrði öll agaðri og leikmenn og aðrir áhugamenn gætu farið að fletta upp tölfræði. Ég læta svo fljóta hérna
mynd af búnaðinum fyrir áhugasama.
HH