Í vikunni var afhjúpað nýtt merki fyrir nýja deild en um er að ræða svokallað Champions Hockey League (CHL). Deild þessari svipar til Meistaradeildar Evrópu í fótboltanum og þar munu bestu hokkílið Evrópu etja kappi. Hugmyndin er síðan að evrópumeistarnari etji kappi, í byrjun haust, við meistarana í NHL í svokölluðum Victoria Cup. Einsog sjá mér er merkið pökkur með tveimur samsettum spöðum af kylfu sem mynd miðju svells.
Einsog áður sagði svipar þessari keppni til keppninnar í fótboltanum en sú keppni hefur náð miklum vinsældum hvort sem er hér á landi eða annarsstaðar í Evrópu. Í fyrstu keppninni fara ellefu meistarklúbbar beint inn í keppnina en haldin verður forriðill fyrir tólfta klúbbinn en þar keppa Sinupret Ice Tigers (Nuremberg, GER), SC Bern (SUI) and HC Kosice (SVK). Liðið sem sigrar fer inn í B-riðil en svona líta riðlarnir út:
Riðill A: Karpat Oulu (Finland), Eisbaren Berlin (Germany), Metallurg Magnitogorsk (Russia).
Riðill B: HV71 Jonkoping (Sweden), Espoo Blues (Finland), Qualifier (TBD).
Riðill C: Salavat Yulayev Ufa (Russia), Slovan Bratislava (Slovakia), Mountfield Ceske Budejovice (Czech Republic)
Riðill D: Slavia Prague (Czech Republic), ZSC Lions Zurich (Switzerland), Linkopings HC (Sweden).
Svo er bara vonandi að keppni þessi nái viðlíka vinsældum og keppni þeirra knattspyrnumanna og við bíðum bara spenntir eftir að einhver íslenskt sjónvarpsstöðin reki augun í þetta því sjálfsagt má fá útsendingarréttinn á góðu verði þessa dagana.
HH
| |