Breyting á reglugerð

Eins og flestum er kunnugt um var samþykkt ný reglugerð (nr. 21) í upphafi tímabils þar sem leyfilegt var að færa leikmenn niður um flokka. Reynslan af þessari nýju reglugerð var sú að engin nýtti sér hana, þar sem flestum þótti liðunum þröngar skorður settar varðandi flutning.
Í ljósi þess var haft samband við danska íshokkisambandið og þeir spurðir hvernig málum væri háttað hjá þeim. Eftir að svar barst var ákveðið að gera breytingar á reglugerðinni og hafa þær tekið gildi. Reglugerðina má finna hér en einnig er hún einsog aðrar reglugerðir aðgengileg undir "Lög og reglugerðir" sem er hérna til vinstri á síðunni okkar.

HH