03.09.2004
Markmaður Finna Miikka Kiprusoff eða Kipper eins og pressan kallar hann er að slá í gegn og hefur ekki enn fengið á sig mark í heimsbikarmótinu blöðin og fréttamiðlar eru farin að kalla hann Mr Zero. Gárungarnir segja að það eina sem hafi farið yfir línuna hjá Kipper sé samherji hans Mikko Eloranta (sjá mynd hér til hliðar) Finnar eru búnir að leika á móti Tékkum og Þýskalandi og eiga því einn leik eftir í undankeppninni við Svía, það verður úrslitaleikur um topp sætið í Evrópuriðlinum því að liðin eru jöfn með 4 stig en Finnar með mikið betra markahlutfall.
Rússarnir hófu keppni með látum í gær þegar að þeir lögðu Bandaríkjamenn 3-1 í opnunarleik sínum, Bandaríkjamenn hafa þá tapað báðum leikjum sínum því að þeir töpuðu einnig fyrir heimsmeisturum Kanada í opnunar leik Ameríkuriðilsins.
Annars fóru leikir gærdagsins þannig
Finnland - Þýskaland 3-0
Rússland - Bandaríkin 3-1
Í kvöld leika svo Þýskaland og Tékkland í Evrópuriðli og Slóvakía og Bandaríkin í Ameríkuriðli