Björninn - SR umfjöllun

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við í Egilshöllinni í kvöld Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 4 mörk gegn engu marki Bjarnarmanna.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu og fátt um markverð tækifæri og sóknarþungi liðanna ekki mikill. Lotan endaði með að hvorugt liðið gerði mark. Í annarri lotu sóttu bæði lið en Bjarnarmenn áttu þó öllu fleiri færi. Rétt einsog í fyrstu lotu var ekkert mark skorað og segja má að markmenn liðanna hafi verið í aðalhlutverkum oft á tíðum. Staðan því eftir aðra lotu því 0 – 0. Í þriðju lotu má segja að dæmið hafi snúist við. Sóknarþungi SR-inga jókst og Bjarnarmenn gáfu eftir.  Þegar um fimm mínútur voru liðnar af lotunni kom Daniel Kolar SR-ingum yfir með ágætis marki. Á næstu þremur mínútum bættu SR-ingar við tveimur mörkum annarsvegar var þar að verki Gauti Þormóðsson og síðara markið gerði Arnþór Bjarnason. Undir lokin bætti Steinar Páll Veigarson við fjórða marki SR-inga og tryggði öruggan sigur þeirra. Leikurinn var ágætist skemmtun og bæði lið áttu góða spretti ásamt því að markmenn liðanna vörðu of ágætlega.

Refsimínútur Björninn: 4 mín

Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 1/1
Steinar Páll Veigarsson 1/1
Daniel Kolar 1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Guðmundur Björgvinsson 0/1

Refsimínútur SR: 12 mín.

Dómari leiksins var Viðar Garðarsson og línudómarar Ólafur Ragnar Ósvaldsson og Hanna Rut Heimisdóttir. Þess má geta að Hanna Rut steig þarna sín fyrstu skref sem línudómari í meistaraflokki karla og stóð sig með stakri prýði.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH