23.09.2009
Leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur sem leikinn var í Egilshöll í gærkvöld var æði kaflaskiptur. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarliðsins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu þó SR-ingar væru alltaf aðeins skrefinu á undan. Staðan að henni lokinni var 1 – 3 SR-ingum í vil. Síðasta markið skoruðu SR-ingar undir blálok lotunnar og segja má að þetta hafi verið svolítið byrjunin að því sem koma skyldi í næstu lotu. Önnur lotan var hinsvegar eign SR-inga sem skoruðu fjögur mörk á meðan Bjarnarmenn áttu vægast sagt arfa slaka lotu. Staðan því orðin 1 – 7 og SR í vil og á brattann að sækja fyrir heimamenn. Í lokalotunni tóku Bjarnarmenn sig saman í andlitinu og skoruðu þrjú mörk. Skemmtilegir taktar sáust í marskorun s.s. í marki Gauta Þormóðssonar sem var annað mark SR-inga en einnig hjá Birgir Hansen í öðru marki Bjarnarmanna.
Lotur: 1 - 3, 0 - 4, 3 - 0
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Birgir J. Hansen 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Vilhelm Már Bjarnason 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/2
Sigursteinn Atli Sighvatsson 0/1
Brottvísanir Björninn: 63 mín.
Mörk/stoðsendingar SR
Steinar Páll Veigarsson 2/0
Gauti Þormóðsson 1/2
Daniel Kolar 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Hjörtur Hilmarsson 1/1
Svavar Rúnarsson 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Brottvikningar SR: 10 mín
Myndina tók Ómar Þór Edvardsson
HH