Björninn - SR umfjöllun


Í gærkvöld léku lið Bjarnarins og Skautfélags Reykjavíkur. Þetta var þriðji leikur SR-inga á fimm dögum en fyrsti leikur Bjarnarmanna eftir jólafrí. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir áhorfendur enda sóttu bæði lið. Einungis eitt mark var þó skorað í fyrsta leikhluta og var þar verki Kolbeinn Sveinbjarnarson eftir stoðsendingu frá Úlfari Jóni Andréssyni. Langt var liðið á aðra lotu þegar næsta mark kom og aftur voru það Bjarnarmenn sem skorðu , að þessu sinni einum fleiri (power play) Markið skoraði Trausti Bergmann en stoðsendingar áttu Sergei Zak og Brynjar Freyr Þórðarson. Það var síðan um mínútu fyrir hlé sem  SR-ingar náðu   að minnka muninn og þá manni færri (penalty kill). Markið gerði Andri Þór Guðlaugsson án stoðsendingar. Staðan því 2 – 1 Birninum í vil. Brynjar Freyr Þórðarson kom Birninum yfir í þriðja leikhluta þegar hann komst einn í gegn um vörn SR-inga. Sumir hefðu sjálfsagt haldið að SR-ingar færu að gefa eftir enda í sínum þriðja leik á stuttum tíma. En á tveggja mínútna kafla gerðu SR-ingar útum leikinn. Fyrst komst Gauti Þormóðsson einn í gegn eftir stoðsendingu frá Helga Páli Þórissyni. Síðan bættu, Daniel Kolar og Ragnar Kristjánsson við sínu markinu hvor  og staðn því orðin 3 – 4 SR-ingum í vil. Það var síðan Egill Þormóðsson sem kláraði þetta endanlega fyrir SR-inga þegar u.þ.b. fimm mínútur voru til leiksloka og greinilega mikið flug á SR-ingum.


Mörk/stoðsendingar Björninn:

Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Brynja Freyr Þórðarson 1/1
Sergei Zak 0/1
Bergur Á Einarsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Brottrekstrar Björninn 6 mín.

 
Mörk/stoðsendingar SR:

Gauti Þormóðsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/1
Andri Þór Guðlaugsson 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/0
Daníel Kolar 1/0
Helgi Páll Þórisson 0/1
Pétur Maack 0/1


Brottrekstrar Björninn: 12 mín.

Viðar Garðarsson dæmdi leikinn.

Myndiina tók Ómar Þór Edvardsson

HH