Fara í efni
Björninn - SR umfjöllun
26.11.2008
Í kvöld léku Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í Egilshöllinni. Leiknum lyktaði með sigri Bjarnarins en þeir gerður 11 mörk gegn 5 mörkum gestanna. Fyrsti þriðjungurinn gaf góð fyrirheit um það sem koma skildi og fimm mörk litu dagsins ljós. Bjarnarmenn náðu tvívegis forystunni og SR-ingar jöfnuðu jafnharðan aftur og enduðu síðan lotuna á að komast yfir með marki frá Daniel Kolar og staðan því orðin 2 – 3 SR-ingum i vil.
SR-ingar heldu sínu striki í upphafi annarrar lotu og strax á fyrstu mínútu bættu þeir við marki og staða þeirra því orðin ágætlega vænleg. Þá var komið aðBjarnarmönnum sem náðu að skora fimm mörk í röð, þar af þrjú þeirra á einni og sömu mínútunni. Staðan því orðin 7 – 4 þeim í vil og þannig lauk lotunni.
Í þriðju lotunni héldu Bjarnarmenn áfram uppteknum hætti á meðan ekkert gekk upp hjá SR-ingum. Lotan endaði 4 – 1 heimamönnum í vil og leikurinn því 11 – 5.
Segja má að töluverð sveifla sér í SR-ingum þessa dagana, þeir töpuðu fyrri leik sínum gegn SA um síðastliðna helgi en tóku sér ærlegt tak í þeim síðari og enda þetta svo með nokkuð stóri tapi í gærkvöld. Bjarnarmenn hafa hinsvegar átt erfitt uppdráttar í leikjum sínum það sem af er vetri en áttu líklega sinn besta leik í gærkvöld. Þeim er nauðsyn að fara að vinna leiki ætli þeir sér að eiga einhverja möguleika á að komast í úrslitin.
Mark úr leiknum má sjá hér næstu tvær vikurnar.
Mörk/stoðsendingar Björninn: Birgir Hansen 3/1 Gunnar Guðmundsson 2/2 Kolbeinn Sveinbjarnarson 2/0 Úlfar Jón Andrésson 1/2 Sergei Zak 1/1 Trausti Bergmann 1/0 Einar Sveinn Guðnason 1/1 Vilhelm Már Bjarnason 0/1 Arnar Bragi Ingason 0/1 Bergur Árni Einarsson 0/1
Dennis Hedström 0/1
Brottvikningar Björninn 24 mín Mörk/stoðsendingar SR:
Daniel Kolar 2/1 Steinar Páll Veigarsson 1/1 Egill Þormóðsson 1/1 Arnþór Bjarnason 1/0
Gauti Þormóðsson 0/1 Brottvikningar SR: 28 mín
Dómari leiksins var Viðar Garðarsson
Myndina tók Ómar Þór Edvardsson
HH