Björninn - SR umfjöllun

Í gærkvöld léku í Egilshöll Björninn og Skautafélag Reykjavíkur . Leiknum lauk með sigri SR sem skoraði átta mörk gegn 5 mörkum Bjarnarmanna. Segja má að leikurinn í kvöld hafi verið nokkuð kaflaskiptur því að eftir fyrstu lotu var staðan 1 – 5 SR-ingum í vil. Egill Þormóðsson fór fremstur sóknarmanna SR-inga og gerði tvö mörk í lotunni eftir að Steinar Páll Veigarsson hafði opnað markareikning SR-inga.
Í annarri lotu jafnaðist leikurinn nokkuð út en heimamenn í Birninum náðu að minnka muninn með marki frá Sergei Zak en hann skoraði einnig fyrsta mark Bjarnarmanna. Lotan endaði  þvi 2 – 1 Bjarnarmönnum í vil og staðan því orðin 3 – 6 og öll þriðja lotan öll eftir.
Í þriðju lotu héldu Bjarnarmenn áfram að minnka muninn  með mörkum frá Ólafi Hrafni Björnssyni og Gunnari Guðmundssyni og staðan því orðin 5 – 6 og enn tíu mínútur eftir af leiknum. En þá bættu við SR-ingar við einsog einum snúning og með tveimur mörkum þeirra Egils Þormóðssonar og Helga Páls Þórissonar náðu þeir að tryggja sér öruggan sigur 5 - 8 einsog áður sagði.  

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sergei Zak 2/0

Birgir Hansen 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Gunnar Örn Jónsson 0/1
 
Brottvísanir: 34 mín.
 
Mörk stoðsendingar SR:
 
Egill Þormóðsson 3/2
Daniel Kolar 2/0
Steinar Páll Veigarsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Helgi Páll Þórrisson 1/0
Pétur Maack 0/1
Gauti Þormóðsson 0/1
 
Brottrekstrar 69 mín.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH