Björninn - SR umfjöllun

Í gærkvöld fór fram leikur Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í Egilshöll. Segja má að leikurinn hafi verið æði kaflaskiptur svo ekki sé meira sagt. Bjarnarmenn voru nokkuð ákveðnari í leik sínum og bakvið þá stóð Dennis Hedström og hreinsaði upp flest varnarmistökin sem þeir gerðu. Lokatölur leiksins urðu 9 - 3 eftir að lotur fóru 2:1, 4:2, 3:0. Fyrstu tveir leikhlutarnir gáfu ágætis fyrirheit um veturinn, liðin skiptust á að sækja og leikurinn opinn. Þriðji leikhluti leystist upp í töluverð leiðindi, mikið var um brottrekstra og leikurinn því á tíma lítil skemmtun fyrir áhorfendur sem fjölmenntu í höllina.
 
Mörk/stoðsendingar, Björninn:
Gunnar Guðmundsson 3/1
Sergei Zak 2/2
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/3
Einn Sveinn Guðnason 1
Arnar Bragi Ingason 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Carl Andreas Sveinsson 0/2
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Matthías S. Sigurðsson 0/1

Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Pétur Maack 1/0
Andri Þ. Guðlaugsson 0/1
Daniel Kolar 0/1


HH