Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk gegn tveimur mörkum SR-inga eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma.
Það voru SR-ingar sem voru töluvert sókndjarfari í fyrstu lotunni og kom það meðal annars til af því að Bjarnarmenn voru nokkuð þaulsætnir í refsiboxinu þá lotuna. SR-ingar náðu að nýta sér mannamuninn á fjórándu mínútu lotunnar þegar Miloslav Racansky kom þeim yfir en þetta var jafnfram eina mark lotunnnar.
Leikurinn jafnaðist í annarri lotu og fljótlega í henni jafnaði Nicolas Antoff metin fyrir Björninn þegar þeir höfðu yfirtölu á ísnum. Um miðja lotuna gleymdu Bjarnarmenn í vörninni og eftir langa sendingu frá Victor Carlson komst Robbie Sigurðsson einn inn fyrir og kom SR-ingum yfir.
Bjarnarmenn þyngdu hinsvegar sóknina þegar leið á þriðju lotu og þegar um fimm mínútur lifðu leiksins jafnaði Brynjar Bergmann hinsvegar leikinn fyrir Bjarnarmenn og þannig var staðan þegar lokaflautan gall. Tíu mínútna framlenging með gullmarki var því staðreynd en hún stóð einungis í 13 sekúndur því þá trygðði Falur Birkir Guðnason Birninum aukastigið sem í boði var.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Falur Birkir Guðnason 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Nicolas Antonoff 1/0
Lars Foder 0/1
Bergur Árni Einarsson 0/1
Refsingar Bjarnarins: 43 mínútur
Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/0
Miloslave Racansky 1/0
Victor Anderson 0/2
Refsingar SR: 8 mínútur
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH