Björninn bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur í kvennaflokki með sex mörkum gegn fimm í leik sem fram fór í Egilshöll.
Bjarnarkonur hófu leikinn af miklum krafti og áður en sjö mínútur voru liðnar höfðu þær komið sér í þægilega 3 – 0 stöðu með mörkum frá Ingibjörgu Hjartardóttir, Berglindi Valdimarsdóttir og Kristínu Ingadóttir. Laura Murphy minnkaði hinsvegar muninn fyrir SR-inga en áður en mínúta var liðin hafði Alda Kravec aukið muninn í þrjú mörk aftur. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, sem spilaði með SR að þessu sinni átti hinsvegar lokaorðið lotunnar og staðan því 4 – 2 Birninum í vil eftir fyrstu lotu.
Flosrún var langt frá því hætt því um miðja aðra lotu hafði hún jafnað metin fyrir SR-konur og það virtist ætla að vera staðan í lotulok. Alda Kravec sá hinsvegar til þess að Bjarnarkonur væru yfir í lotulok með mark þegar tíu sekúndur lifðu lotunnar.
Liðin skiptust síðan á jafnan hlut hvað markaskorun varðaði í þriðju og síðustu lotunni. Snædís Kristjánsdóttir kom Bjarnarkonum í 6 – 4 en Flosrún bætti við enn einu markinu þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Alda Kravec 2/0
Berglind Valdimarsdóttir 1/2
Kristín Ingadóttir 1/2
Snædís Kristjánsdóttir 1/0
Ingibjörg Hjartardóttir 1/0
Refsingar Björninn: 4 mínútur
Mörk/stoðsendingar SR:
Flosrún V. Jóhannesdóttir 4/0
Laura Murphy 1/1
Refsingar SR: 2 mínútur.
Mynd: Björninn
HH