SA Ynjur báru sigurorð af Birninum með átta mörkum gegn tveimur en leikurinn fór fram í Egilshöll.
Ynjur gerðu út um leikinn strax í fyrstu lotu með sex mörkum á um sex mínútna kafla. Silvía Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kjartandsdóttir voru með tvö hvor en Bergþóra Bergþórsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir eitt.
Bjarnarkonur þéttu hinsvegar hjá sér vörnina í annarri lotu og á endanum varð sú lota markalaus þó svo að Ynjur væru töluvert sókndjarfari.
Bjarnarkonur komu sér á blað strax á fyrstu mínútu þriðju lotu með marki frá Sigríði Finnbogadóttir en Silvía Björgvinsdóttir fullkomnaði þrennus sína stuttu síðar og staðan 1 - 7. Einum fleiri bættu Bjarnarkonur við öðru marki um miðja lotuna en lokaorðið átti títtnefnd Silvía sex mínútum fyrir leikslok.
Ynjur eru nú efstar, hafa nú 11 stig að loknum fjórum leikjum en næstar koma Ásynjur með 4 stig að loknum tveimur leikjum.
Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Sigríður Finnbogadóttir 1/0
Védís Valdimarsdóttir 1/0
Karen Ósk Þórisdóttir 0/2
Refsingar Bjarnarins: 6 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA Ynja:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 4/3
Ragnhildur Kjartansdóttir 2/0
Bergþóra Bergþórsdóttir 1/1
Sandra Gunnarsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1
April Orongan 0/1
Refsingar SA Ynja: 4 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH