04.10.2008
Segja má að síðari leikur Bjarnarins og SA sem fram fór í Egilshöll í gærkvöld hafi verið æði kaflaskiptur. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði 11 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarmanna. Á rétt rúmlega fyrstu tveimur mínútum leiksins náðu heimamenn í Birninum tveggja marka forystu með mörkum frá Matthíasi Skildi og Trausta Bergmann en SA drengir voru eingungis mínútu að svara fyrir sig og var þar að verki nýr leikmaður þeirr Josh Gribben. Staðan því orðin 2 - 1 heimamönnum í vil. Eftir u.þ.b. níu mínútna leik jöfnuðu gestirnir úr SA svo leikinn og var þar á ferðinni Stefán Hrafnsson. Liðu nú og biðu 23 mínútur þangað til næsta mark kom en í hönd fór átta mínútna kafli fram að leikhléi þar sem SA-menn settu inn fjögur mörk og gerðu í sjálf um sér út um leikinn. Staðan orðin 2 - 6 þeim í vil og sóknartilburðir þeirra töluvert meiri heldur en heimamanna enda hafði Ingi Þór markmaður í nægu að snúast. Þriðji leikhlutinn leið svolítið fyrir þetta en gestirnir slógu lítið af og bættu við fimm mörkum í viðbót gegn tveimur mörkum heimamanna. Skot á mark 10 - 15, 14 - 24, 12 - 25. Jón B. Gíslason sem hefur haft hægt um sig í fyrstu þremur leikjunum bætti nú við sig snúning og einnig kom Josh Gribben sterkur inn.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Matthías Skjöldur 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Sergei Zak 1/0
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Birgir Hansen 0/2
Gunnar Guðmundsson 0/1
Brottvísanir: 81 mín.
Mörk/stoðsendingar SA:
Josh Gribben 4/0
Jón B. Gíslason 3/2
Stefán Hrafnsson 2/4
Steinar Grettisson 1/0
Sindri M Björnsson 1/0
Sigurður Óli Árnason 0/3
Orri Sigmarsson 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Brottvísanir: 14 mín.
HH