06.12.2008
Leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna í gærkvöld endurspeglaði vel þá jákvæðu þróun sem er að verða í þeirra hópi. Leikurinn endaði með sigri SA 3 - 4. Áður en leikurinn hófst spiluðu átján byrjendur úr öllum félögum saman stuttan leik og ef fer fram sem horfir á þessi hópur eftir að gera góða hluti í framtíðinni.
Leikurinn hjá meistaraflokknum var hinsvegar jafn og spennandi allan tímann og aldrei skildi nema eitt mark liðin. Þegar um sjö mínútur lifðu leiks náði Guðrún Blöndal hinsvegar að tryggja norðan stúlkum sigur og þar við sat þrátt fyrir ákafa sókn Bjarnarstúlkna undir lokin.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Steinunn Sigurgeirsdóttir 2/0
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/2
Brottvísanir Björninn: 6 mín.
Mörk/stoðsendingar SA:
Guðrún Blöndal 2/0
Hrund Thorlacius 1/0
Sarah Smiley 1/0
Rósa Guðjónsdóttir 0/1
Brottvísanir Björninn: 4 mín.
Myndin er tekin af byrjendaleiknum sem fram fór í gærkvöld.
HH