Björninn - SA-eldri umfjöllun

Björninn lék í gærkvöld gegn SA-eldri í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri  Bjarnarstelpna sem gerðu þrjú mörk gegn engu marki gestanna að norðan. Með sigrinum tryggðu Bjarnarstelpur sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem fram fer í apríl. Í henni vinnur það lið Íslandsmeistaratitilinn sem fyrr verður til að vinna sigur í tveimur leikjum.

En að leiknum. Bjarnarstelpur tryggðu sér stigin jafnt og þétt er á leið leikinn þvi mörkin þrjú komu í lotunum þremur. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir opnaði fyrir þær markareikninginn í fyrstu lotu og í annarri lotu bætti hún við sínu öðru marki. Í þriðju lotu var það síðan Lilja María Sigfúsdóttir sem innsiglaði sigur Bjarnarstúlkna, strax í upphafi lotunnar.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/1
Lilja María Sigfúsdóttir 1/0
Kristín Sunna Sigurðardóttir 0/1
Hanna Rut Heimsidóttir 0/1
Steinunn Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsimínútur Björninn 6 mín.

Refsimínútur SA-eldri: 6 mín.  

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH