Björninn - SA

Leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í gærkvöld lauk með sigri Akureyringa en þeir skoruðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna. Það sem helst hefur hrjáð Bjarnarmenn í leikjum undanfarið er varnarleikurinn en í gær tókst þeim að bæta hann til muna. Arnar Bragi Ingason kom Birninum yfir á fimmtándu mínútu leiksins án þess að norðanmenn næðu að svara. Byrjun annarrarr lotu var hinsvegar mjög fjörleg því strax á fyrstu mínútu jafnaði Stefán Hrafnsson metin fyrir norðanmenn. Þremur mínútum seinna kom Kolbeinn Sveinbjarnarson Bjarnarmönnum yfir eftir stoðsendingu frá Vilhelmi Má Bjarnasyni. Ekki leið nema mínúta þangað til Helgi Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir norðanmenn eftir stoðsendingu frá Sigurði Sigurðarsyni. Bæði lið sóttu nokkuð  það sem eftir var lotunnar en það voru SA-menn sem höfðu erindi sem erfiði þegar Sigurður Sigurðsson kom þeim yfir á þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu lotuna og því var staðan 2 – 3 þegar þriðja lota hófst. Á sjöttu mínútu lotunnar bætti Sigurður öðru marki sínu við fyrir norðanmenn og staða þeirra því orðin góð. Bjarnarm lögðu ekki árar í bát og nákvæmlega mínútu síðar voru þeir búnir að minna muninn og leikurinn orðinn opinn og spennandi. Síðstu sjöttungur leiksins var spennandi og Bjarnarmenn gerðu sitt ýtrasta til að jafna meðan SA-menn vörðust en reyndu jafnframt að tryggja sigurinn. Undir lokin óku Bjarnarm markmann sinn útaf og bættu manni í sóknina en allt kom fyrir ekki og sigurinn var SA-manna.

Björninn mörk/stoðsendingar:

Kolbeinn Sveinbjarnarson 2/0
Arnar Bragi Ingason 1/0
Vilhelm Már Bjarnason 0/2
Anton Elvar Þórðarson 0/1

Brottrekstrar: 14 mín.  

SA mörk/stoðsendingar:

Sigurður Sigurðsson 2/1
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Sindir M. Björnsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Brottrekstrar: 20 mín.

HH