Björninn og Jötnar áttust við á íslandsmótinu í íshokkí karla og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn einu marki Jötna.
Norðanmenn tefldu fram nýjum leikmanni í leiknum, dana að nafni Lars Foger. Þrátt fyrir að Foger sé ekki í sínu besta formi sýndi hann ágætis takta í leiknum og er því góð búbót fyrir norðanmenn. Heyrst hefur að Bjarnarmenn séu einnig að bæta við sinn leikmannahóp og verður því fróðlegt að sjá næstu leiki með þeim.
Fyrsta lotan var marklaus þrátt fyrir að bæði lið ættu ágætis tækifæri á að skora og þá sérstaklega þegar liðsmunar gætti.
Í annarri lotunni fóru hlutirnir hinsvegar að gerast en á þriðju mínútu kom fyrsta markið. Hjörtur Geir Björnsson nýtti sér þá vel að Jötnar voru manni færri á ísnum og kom Birninum í 1 – 0. Stuttu síðar jók Sergei Zak muninn fyrir Björninn í 2 – 0 og staða Bjarnarmanna vænleg. Skömmu eftir markið lentu tveir Bjarnarmenn í refsiboxinu á sama tíma og Jötnar nýttu sér það vel og minnkuðu muninn með marki frá Josh Gribben og staðan orðin 2 – 1. Um miðja aðra lotu fengu Jötnar gullið tækifæri til að jafna leikinn þegar Björninn missti mann í refsingu en þess í stað skoraði Birgir Jakob Hansen mark fyrir Björninn og 3 – 1 var staðan í lok 2. lotu.
Þriðja lotan var í ágætis jafnvægi og um miðja lotu fengu Jötnar aftur gott færi til að minnka muninn þegar þeir voru tveimur fleiri á ísnum. Þess í stað náði Ólafur Hrafn Björnsson að stela pekkinum af þeim og gulltryggja sigur Bjarnarmanna. Skömm fyrir leikslok bætti Brynjar Bergmann við marki og góður sigur Bjarnarmanna í höfn.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Sergei Zak 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Birgir Jakob Hansen 1/0
Matthías S. Sigurðsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Refsingar Björninn: 26 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Josh Gribben 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/1
Refsingar Jötnar: 24 mínútur.
HH