Barnastarf

Stjórn Íshokkísambands Íslands ákvað á fundi sínum í gær að fela Birgi Erni Sveinssyni umsjón með barnastarfi, þ.e. yngstu iðkenda í íshokkí á Íslandi. Birgir Örn hefur undanfarin ár þjálftað yngstu iðkendur hjá Skautafélagi Reykjavíkur og sýnt mikinn áhuga á því starfi. Um mitt sumar sótti Birgir náskeið á vegum Alþjóða ísokkísambandsins sem gengur undir nafninu Learn to Play (LTP). Með LTP-námskeiðinu hefur IIHF tekið saman í einn pakka allar helstu leiðir sem stórþjóðir í íshokkí hafa notað til að gera barnaþjálfun markvissari. Markmiðið er ekki síður að nota dýrmætann ístíma betur þannig að hver og einn leikmaður fái sem mest útúr hverri æfingu.

Á næstu vikum mun Birgir halda námskeið sem ætluð eru þjálfurum og öðrum þeim sem koma nálægt æfingum barnanna. Námskeiðin verða haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri. Við munum segja nánar frá stað- og tímasetningu námskeiðanna en hvetjum alla áhugasama til að setja sig í samband við Birgi annaðhvort á biggi27@simnet.is eða á vinnustað hans í Litlu hokkíbúðinni í síma 588-9930

Stjórn ÍHÍ samþykkti einnig verkefnis- og vinnureglur fyrir fyrrnefnt starf og má nálgast þær hér.

Myndin er í eigu Péturs Maack

HH