Alþjóðaþing og fleira II

Eins og ég sagði ykkur í síðustu grein var eitt og annað rætt á þingi Alþjóða íshokkísambandsins. Eitt af því sem kynnt var og fjallað um á þingi Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) var evrópukeppni félagsliða(Champions Hockey League). Hugmyndir sambandsins ganga út á að búa til keppni sem samsvarar  meistaradeildinni í fótboltanum. Það þarf ekki að koma á óvart að þessi leið sé farinn þar sem nýráðinn framkvæmdastjóri kemur úr knattspyrnuhreyfingunni. En aftur að CHL-deildinni sem áætlað er að hefjist keppnistímabilið 2008-9. Gert er ráð fyrir að landsmeistar sex bestu þjóðanna í Evrópu fari sjálfkrafa inn í keppnina. Lið sem eru talin í sæti 7 til 24 í styrkleikaröð eru síðan sett í sex riðla og efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram. Þar með er komin tólf liða meistaradeild. Aftur er skipt í 3ja liða riðla sem eðli málsins samkvæmt verða þá fjórir talsins. Hver riðill spilar sitt, þ.e. leik heima og að heiman og að því loknu eru komin fjögur lið sem fara í undanúrslit. Undanúrslitin og síðan úrslitin eru síðan spiluð og rétt einsog áður þ.e. spilað heima og að heiman þannig að ekki verður um einn hreinan úrslitaleik að ræða. Hér er að sjálfsögðu verið að búa til keppni sem vonast er til að nái vinsældum í sjónvarpi og auki vinsældir íþróttarinnar. Í framhaldi af þessu verður síðan búin til leikur sem fengið hefur nafnið Victoria-Cup. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að þar leiki CHL-meistari hvers árs við sigurvegarana úr NHL. Sá leikur kemur örugglega til með að vekja mikla athygli í framtíðinni. Reyndar á að taka forskot á sæluna strax á næsta ári því að í tilefni 100 ára afmælis íshokkí fer fram fyrsti leikurinn í Victoria-Cup. Myndin hér að ofan tók ég að bronsleik Rússa og Svía loknum en hann eins og menn muna endað með sigri Rússa sem skoruðu 3 mörk gegn 1 marki Svíanna.

HH