Segja má að Ísraelar séu "nágrannar" okkar í þeim skilningi að lið þeirra og okkar mætast of á HM. Á síðasta tímabili áttu löndin að mætast tvisvar. Í fyrra skiptið var það í Erzurum í Tyrklandi en þá ákváðu þeir að láta ekki sjá sig þar sem þeim þótti staðurinn helst til of nálægt Írak. Í seinna skiptið mættust karlalið þjóðanna í Novi Sad í Serbíu og fór Ísland með sigur af hólmi 3 - 4. Sigurinn var verðskuldaður, þrátt fyrir að þetta væri langt frá því besti leikur íslenska liðsins. Það hafði hinsvegar forystuna í leiknum allan tímann og um miðjan leik var staðan 0 - 3 Íslandi í vil.
Ísraelum hefur undanfarin ár gengið erfiðlega að byggja upp hjá sér íshokkí og á heimasíðu IIHF
má lesa frétt um málið. Hvað blaðamaðurinn meinar hinsvegar með þessari setningu skal ósagt látið "Along the way, Israel got pounded by Serbia, 12-1,
and even lost 3-4 to an Icelandic team the Israelis have handled in the past. Hinsvegar skal tekið undir með landsliðsþjálfaranum, Richard Tahtinen að þetta væri bara einn af mörgum sigrum Íslands, sem ætti eftir að koma á óvart í framtíðinni.
Myndin er í eigu Péturs A. Maack
HH