Svíar urðu Ólympíumeistarar í íshokkí í dag eftir sigur á Finnum í æsispennandi úrslitaleik sem lauk 3 - 2.  Kimmo Timonen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Finna í 1. lotu en Niklas Kronwall og Henrik Zetterberg komu Svíum yfir í 2. lotu en Ville Peltonen jafnaði fyrir lok lotunnar.
 
Nicklas Lidstrom gerði út um leikinn á 10 sekúndu 3. lotu þegar hann skoraði glæsilegt mark, ægilegur hamar frá bláu sem lá í skeytunum eftir sendinga frá ekki ómerkari mönnum en Fosberg og Sundin.  Finnar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin og á síðustu sekúndum gerðu þeir gríðarlega harða hríð að marki Svía en allt  kom fyrir ekki.  Svíar urðu síðast Ólympíumeistarar árið 1994 í Lillehammer þegar þeir unnu Kanadamenn í úrslitaleiknum.  Finnar hafa hins vegar aldrei unnið gullið.
 
Tékkar unnu svo Rússa í leiknum um bronsið