Fyrir var tekin atvikaskýrsla og myndbandsupptaka úr leik SA og Fjölnis í aldursflokki U16 sem leikinn var laugardaginn 14. desember 2019.
Í myndbandsupptökunni sést þegar leikmaður Bjarnarins #91 bregður fæti fyrir leikmann SA sem lendir á battanum af nokkru afli.
Samkvæmt 3. grein reglugerðar um Aganefnd ÍHÍ hefur nefndin heimild til að taka fyrir mál sem hún telur ástæðu til að taka fyrir. Nefndin hefur í gegnum framkvæmdastjóra í ÍHÍ aflað sér upplýsinga um líðan leikmannsins .
Úrskurður Aganefndar
Það er álit aganefndar að ásetningur hafi verið til að fremja brotið, óháð því hvort ásetningurinn hafi náð til afleiðinganna. Þá hefði brotavaldi mátt vera það ljóst að afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar. Leikmaðurinn brýtur ólöglega á andstæðingi eftir að dómari hefur stöðvað leikinn.
Hver og einn leikmaður er ávallt ábyrgur fyrir því að framkoma og hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni. Í þessu ljósi og með tilvísun í fyrri úrskurði aganefndar í sambærilegum málum telur aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi:
Leikmaður Fjölnis-Bjarnarins, #91 Hákon Stefánsson er hér með úrskurðaður í fjögurra leikja bann í U16 aldursflokki.
Bannið er allsherjarbann.
F.h. Aganefndar
Hallmundur Hallgrímason