Úrskurður aganefndar 6.feb. 2016

Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara úr leik Bjarnarins og SR í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 2.2.2015.

Leikmaður Bjarnarins, #22 Hrólfur Gíslason  hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Leikmaðurinn átti brot frá því 1.9.2015 sem fært var til bókar og því er hann úrskurðaður í bann þar sem þetta er í annað sinn sem hann brýtur af sér með þessum hætti. Fyrr á þessu tímabili nánar tiltekið 23.10.2015 fékk leikmaðurinn Match penalty einnig fyrir slagsmál. Því gilda hér margföldunaráhrif eins og getið er um í reglugerðum ÍHÍ Gr. 8.12.1 um aganefnd. Leikmaðurinn fær tvöföldun á leikbann sitt. Hann úrskurðast því í tveggja leikja bann samkvæmt reglugerð 8.12.1

Tekin er fyrir annað atvik úr sömu skýrslu  þann 2.2.2016.

Leikmaður SR, #74 Kári Guðlaugsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fær leikmaðurinn bann.

 

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson formaður