Úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Á morgun föstudag  ráðast úrslitin á Íslandsmóti kvenna í íshokkí þegar Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í Skautahölinni Akureyri um hvort liðið hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

Skautafélag Akureyrar hefur haft töluverða yfirburði yfir önnur lið í deildinni í vetur, enda kvennahokkí í mikilli sókn norðan heiða. SA Ásynjur  töpuðu ekki leik á tímabilinu og enduðu með 34 stig og deildarmeistaratitil.  Liðið tapaði einungis tveimur stigum eftir að hafa gert jafntefli tvisvar sinnum. Yngra liðið SA Ynjur lentu í öðru sæti og Björninn  og SR ráku lestina. Björninn hefur misst nokkuð af reynslumiklum leikmönnum síðustu ár og SR er með reynslulítið lið enda enn í uppbyggingarstarfi.

Einungis einn leikur verður leikinn í úrslitakeppninni að þessu sinni en á laugardag verður haldið opið mót í Skautahöllinni á Akureyri með þátttöku leikmanna allra félaganna  “Minningarmót Gæja Jónasar”. Um 60 þátttakendur eru skráðir til keppni, sem gerir það fjölmennasta mót sem haldið hefur verið á Íslandi með íslenskum íshokkíkonum.

HH