07.02.2005
Sæll Viðar og takk fyrir frábæra nýjung
Þegar ég sit uppi í stúku og horfi á leiki vakna oft spurningar. Í flestum tilfellum geta þeir sem sitja nálægt mér svarað þeim en ekki alltaf. Á það sérstaklega við þegar slagsmál eða miklir árekstrar verða í leikjum og einnig þegar einn ræðst á annan og hann reynir að verja sig. Veit ekki alveg hvort það er vegna þess að þeir eru ekki alveg hlutlausir (þeir sem ég spyr) eða hvort það sé vegna þess að þeir hreinlega viti það ekki. Því langar mig að spyrja þig: Hver er refsingin almennt og eftir hverju fer hverjir sæta henni?
Með fyrirfram þökk
Ragna Þ Ragnarsdóttir
Sæl Ragna
Þetta er eins og annað í okkar íþrótt matsatriði í hvert sinn, matsatriði sem dómari leiksins metur hverju sinni. Ein af megin reglum í hokkí er að leikmaður sá sem er að leika pekkinum er það sem kallað er "Fair Game" það þýðir að andstæðingar hans mega keyra á hann en að sjálfsögðu verða þær tæklingar að vera löglegar og skýrar reglur eru um hvað má og hvað ekki. Það má ekki stinga út olnboganum eða beita fyrir sig kylfunni svo eitthvað sé nefnt. Einnig er mikilvægt að vita að leikmaður telst enn vera með pökkinn þar til að samherji eða andstæðingur hefur tekið við honum, þannig getur leikmaður ekki komið sér úr tæklinga hættu bara með því að losa sig við pokkinn einhvernvegin, hann telst enn vera með hann þar til annar leikmaður leikur honum. Út af þessari reglu eru ákeyrslur í hokkí oft ansi gasalegar. Mönnum rennur oft smávegis í skap við þessar ákeyrslur og sumir eru með styttri þráð en aðrir. Dómarar hafa nokkuð mikið svigrúm þegar kemur að slagsmálum en það sem helst er horft á til þess að taka ákvörðun um hvaða refsingu skal beita er þetta:
Voru átökin smávægileg og svona eðlilegur útblástur eftir það sem á undan er gengið. (vægum refsingum og aðvörunum er beitt)
Voru átökin alvarleg og upphaf þeirra tilefnislaust eða í verstu tilfellum var um klárt ásetningsbrot af algerlega að tilefnislausu að ræða frá þeim sem að hefur átökin? (hér eru þyngri refsingar notaðar og í sumum tilfellum MP (Match Penalty) eða leikdómur á ilhýra sem er þyngsti dómur sem dómari beitir á svellinu og kallar á sjálfvirkt leikbann í a.m.k. einn leik) þessum dómi ætti ekki að beita nema í þeim tilfellum að atvikið sem um ræðir sé alvarlegt og framið af ásetningi eða að andstæðingur hafi meiðst út af ólöglegu broti
Heilt yfir á dómari að hafa það í huga að gefa upphafsmanni átakanna þyngri dóm en þeim sem er að svara fyrir sig eða verja sig. Einnig á dómari að gefa þyngri dóm ef að leikmaðurinn tekur af sér hanska því að berir hnefar eru hættulegri. Út frá þessu skulum við kíkja á hvað reglubókin segir um refsingar sem beita skal við átök sem að koma upp eða regla númer 528.
528 Grófur leikur eða slagsmál (Fisticuffs or Roughing)
Leikmaður sem viljandi tekur af sér hanska í slagsmálum eða áflogum skal hljóta.
Ø Áfellisdóm (10 mín)
Leikmaður sem hefur slagsmál skal hljóta.
Ø Leikdóm (MP)
Leikmaður sem orðið hefur fyrir árás, hefnir sín með því að slá eða reynir að slá skal hljóta.
Ø Litla dóm (2 mín)
Leikmaður eða markmaður sem fyrst bætist við í áflog sem þegar eru í gangi skal hljóta.
Ø Sjálfvirka brottvísun úr leik (GM)
Ef leikmaður þverskallast við að hætta átökum eftir að hafa fengið skipun um það frá dómurum leiksins, eða hann tekur á móti línu-dómara sem er að sinna skyldu sinni með að skilja á milli, skal hljóta refsingu að mati aðaldómara.
Ø Tvöfaldan litla dóm (2+2 mín)
Eða
Ø Stóra dóm + sjálfvirka brottvísun úr leik (5 mín + GM)
Eða
Ø Leikdóm (MP)
Leikmaður sem tekur þátt í slagsmálum eða áflogum utan svells, skal hljóta refsingu að mati aðaldómara.
Ø Áfellisdóm (10 mín)
Eða
Ø Sjálfvirka brottvísun úr leik (GM)
Leikmaður sem að mati aðaldómara telst óþarflega grófur, skal hljóta refsingu að mati aðaldómara.
Ø Litla dóm (2 mín)
Eða
Ø Tvöfaldan litla dóm (2+2 mín)
Eða
Ø Stóra dóm + sjálfvirka brottvísun úr leik (5 mín + GM)
Leikmaður sem grípur eða heldur í andlitsgrímu, hjálm eða hár andstæðings, skal hljóta refsingu að mati aðaldómara
Ø Litla dóm (2 mín)
Eða
Ø Stóra dóm + sjálfvirka brottvísun úr leik (5 mín + GM)
Eins og þú sérð á þessu er svigrúm aðaldómara mikið til þess að meta það sem fram fór mikið. Í Case Book eru nokkur dæmi sem gaman er að skoða nánar ef að þú hefur áhuga á en ég bæti hér við svona smá túlkun úr Case Book sem að þú getur fundið hér á vefnum undir hlekknum "Leikreglur". Hér sést að dómari á að reyna að beita aðvörunum og vægum refsingum í upphafi að því gefnu að átökin fari ekki úr böndum.
1. If a situation that involves pushing and shoving after the whistle, the Referee
should issue a warning to the coach or captain of each team.
2. If the situation continues after the warning, the Referee should assess Minor
penalties for Roughing. If incidents continue at future stoppages, the Referee may
assess Misconduct penalties.
Vona að þú sért einhverju nær.
Kv.
VG