Strákarni héldu sæti sínu í annari deild.

Leikur Ungverja og Rúmena fór 7 - 2 fyrir Ungverjaland og því er ljóst að drengirnir okkar náðu takmarki sínu að halda sæti sínu í annari deild, en litlu mátti muna og það var óþarflega taugatrekkjandi að þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik til þess að vera vissir.

Gauti Þormóðsson var annar stigahæðsti maður mótsins með 12 stig 8 mörk og 4 stoðsendingar og verður það að teljast frábær árangur af liði sem var í 5 sæti.  Hann var markahæðstur mótsins ásamt Donatas Kumeliauskas frá Litháen báðir skoruðu 8 mörk.

Í stoðsendingum var Emil Alengard næst hæðstur með 7 stoðsendingar.

Í plús og mínus statistik var Úlfar Jón Andrésson hæðstur Íslendinga með +5 í 18 sæti á mótinu. 

Patrik Eriksson var í öðru sæti af stigahæðstu varnarmönnum mótsins með 6 stig 2 mörk og 4 stoðsendingar.  

Ómar Smári var með 83,33% varin skot og var í 5 sæti á mótinu.

Þórhallur Þór Alfreðsson var sá leikmaður mótsins sem að fékk flestar mínútur í brottvísunum en þar munar mest um 1. leikin þegar hann fékk 2x 2 mín + 10 mín og þar af leiðandi sjálkrafa brottvísun úr leiknum 20 mínútur á skýrslu. Eftir fyrsta leikinn bætti hann bara við sig 2x 2mínútna dómum.

Bestu menn Íslands í hverju leik voru sem hér segir:

Ísland - Króatía - Ómar Smári Skúlason

Ísland - Ungverjaland - Gauti Þormóðsson

Ísland - Rúmenía - Patrik Eriksson

Ísland - Litháen - Birkir Árnason fyrirliði

Ísland - Mexíkó - Emil Alengard

Gauti Þormóðsson var við verðlaunaafhendinguvalin besti maður íslenska liðsins yfir allt mótið og hlaut að launum gjöf frá IIHF.

Við óskum strákunum til hamingju með það að halda sæti sínu í deildinni sem við vissum fyrir að yrði erfitt.

ÁFRAM ÍSLAND.