SR - Björninn úrslit.

Í gærkvöld tók lið Skautafélags Reykjavíkur á móti Birninum í Laugardalnum. Leikurinn endaði með sigri Bjarnarmanna sem skoruðu 7 mörk á móti 4 mörkum SR-inga. Segja má að leikurinn hafi verið jafnvægi lengi vel og lítið skorað því að eftir fyrstu lotu var staðan 1 - 1. Í annarri lotu færðist öllu meira fjör í leikinn og til að byrja með var jafnræði með liðunum í henni. Bjarnarmenn náðu fljótlega að setja tvö mörk og voru þar að verki Hrólfur Gíslason og Daði Heimisson. SR-ingar lögðu ekki árar í bát og fljótlega minnkaði Þorsteinn Björnsson muninn fyrir þá. Áfram héldu menn að skora og Kolbeinn Sveinbjarnarson breytti stöðunni í 2 - 4 fyrir Björninn en fyrirliði SR-inga Guðmundur Björgvinsson minnkaði fljótlega muninn fyrir þá með góðu skoti frá bláu línunni. Síðasta mínútan í leikhlutanum átti þó eftir að verða afdrifarík en þá sett Bjarnarmenn tvö mörk og voru þar að verki Matthías Skjöldur og Úlfar Jón Andrésson. Staðan eftir annan leikhluta var því 3 - 6 Bjarnarmönnum í vil og á brattann að sækja fyrir SR-inga þegar kom að síðustu lotu. Í henni hægðist nokkuð á markaskoruninni og settu liðin sitt markið hvort. Voru þar að verki Birgir Jakob Hansen fyrir gestina og Daniel Kolar fyrir heimamenn. Úrslit leiksins viðhalda spennunni sem er milli liðanna þriggja og leikurinn um næstu helgi milli SA og Bjarnarins gæti því orðið spennuþrunginn. Maður hafði það reyndar á tilfinningunni í gær að spennan væri stundum að bera menn ofurliði.

Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 1/1
Guðmundur Björgvinsson 1/0
Þorsteinn Björnsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Gauti Þormóðsson 0/3

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hrólfur Gíslason 1/1
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Daði Heimisson 1/0
Matthías Sigurðsson 1/0
Birgir Hansen 1/0
Úlfar Andrésson 1/0
Lauri Iso-Antilla 0/2
Sergei Zak 0/2
Kópur Guðjónsson 0/2
Róbert Pálsson 0/1
Gunnar Guðmundsson 0/1

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH