12.09.2007
Í leik Bjarnarins og Narfa sem jafnframt var fyrsti leikurinn í mfl karla og leikin var í Egilshöll var notað stafrænt leikskýrslukefi í fyrsta sinn. Kerfið reyndist vel þrátt fyrir Nokkra byrjunarörðugleika, þannig tókst til að mynda ekki að senda beint út á netið í þetta sinn þar sem að kerfið harðneitaði að tala Íslensku þrátt fyir að mikið væri reynt. Hinsvegar tókst mjög vel að skrá leikinn inn í gagnagrunn sambandsins. Vonast er til að það takist að senda leikinn í öðrum flokki út á netinu í kvöld en hann byrjar klukkan 20:30.
Þess má geta að leikur Bjarnarins og Narfans endaði með stórsigri Bjarnarins sem skoraði 17 mörk á móti 2 mörkum Narfans.