Í tilefni af 100 ára afmælis íshokkís á næsta ári mun Alþjóða Íshokkísambandið minnast tímamótanna með ýmsum hætti. Eitt af því er svokallað "Skills Challange" sem ætlað er börnum og unglingum fæddum 1993 og síðar. Stjórn ÍHÍ ákvað á síðasta fundi sínum að skrá sambandið til þáttöku í leiknum. Alþjóðasambandið hefur gefið út bækling þar sem lýst er hvernig keppnin fer fram og nálgast
má hann hér. Búið er að panta búnaðinn sem notaður verður í þetta og er hann væntanlegur á næstu dögum. Enn er verið að vinna að hugmyndum um hvernig framkvæmdin verður en það ætti að koma í ljós á allra næstu dögum. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann bæði hjá strákum og stelpum.
HH