Lyfjamál.

Fjögur íslensk landslið munu taka þátt í heimsmeistaramótum IIHF á þessu keppnistímabili. Eitt af því sem þarf að ganga frá áður en haldið er til keppni eru tilkynningar inn til IIHF vegna þeirra leikmanna sem nota lyf sem eru á bannlista. Sérstakt eyðublað er hægt að fá á skrifstofu ÍHÍ (ihi@ihi.is) sem læknir leikmannsins þarf að fylla út. Það er síðan sent læknaráði IIHF sem veitir undanþágu á notkun lyfsins. Allur þessi ferill getur tekið nokkurn tíma og því mikilvægt að leikmenn sem nota lyf á bannlista og telja sig eiga möguleika á landsliðssæti fari að vinna í þessu.
Athugið að vegna astmalyfja getur skipt máli hvaða tegund er notuð uppá hvort sækja þarf um undanþágu. Hafið einnig í huga að þótt sótt hafi verið um undanþágu til ÍSÍ hér heima þá gildir sú undanþága ekki á heimsmeistaramótum.

HH