06.02.2007
Leikur kvöldsins í íslandsmótinu er leikur Bjarnarins gegn SR. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30 að staðartíma. Bjarnarmenn hafa ekki unnið SR-inga síðan í fyrstu umferð mótsins og finnst þeim sjálfsagt tími til kominn að fara að gera bragarbót þar á. Einsog fram kom í umfjöllun um leik Bjarnarins og SA um síðastliðna helgi hefur Bjarnarmönnum bæst liðsaukir en Guðmundur B. Ingólfsson er mættur á svellið aftur og ætti það að styrkja vörn Bjarnarmanna all verulega. Aðalmarkvörður SR-inga Birgir Örn Sveinsson er staddur erlendis þannig að nú fær Aron Leví Stefánsson varamarkvörður þeirra, og markvörður í tveimur unglingalandsliðum Íslands, tækifæri á að sýna hvað í sér býr. En samsagt spennandi leikur framundan í kvöld í Egilshöll klukkan 19.30.
HH
Mynd: Sergio