12.10.2010
Í kvöld fara fram þrír leikir á íslandsmótinu í íshokkí bæði í kvenna- og karlaflokkum. Á Akureyri leika SA Valkyrjur og SA Ynjur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.30. SA Ynjur fengu nokkurn skell á móti Bjarnarstúlkum um helgina og vilja því sjálfsagt reyna að rétta hlut sinn í leiknum í kvöld. SA Valkyrjur fá hinsvegar tvo nýja leikmenn inn í sitt lið, þær Leena-Kaisa Viitanen og Hrönn Kristjáðnsdóttir.
Hinn leikurinn í meistaraflokki kvenna er leikur Bjarnarins og SR. Eins og áður hefur komið fram hér er mikil stemming yfir nýliðunum í ár frá SR. Leikmennirnir gera sér fyllilega grein fyrir að á brattann er að sækja en einhverstaðar verður að byrja. Bjarnarstelpur á hinn bóginn eru öllu sjóaðri í bransanum og því verða þær að teljast sigurstranglegri í leiknum. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 20.00
Síðasti leikur kvöldsins er síðan leikur SR og Bjarnarins í 2. flokki karla. Sá leikur er að sjálfsögðu í Laugardalnum og hefst klukkan 20.15.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH