18.09.2007
ÍHÍ staðfestir leikheimild fyrir eftirfarandi leikmann:
Fyrir Skautafélag Akureyrar annarsvegar og Skautafélag Reykjavíkur hinsvegar, leikheimild sem gildir í 30 daga frá og með 18. september. (samkvæmt félagaskiptareglu IIHF) til handa Tomas Fiala og Daniel Kolar. Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ. Útgefið leikleyfi frá IIHF gildir í 30 daga, innan þess tíma verða frumrit pappíra að hafa borist öllum málsaðilum ella fellur leikheimild þessi niður sjálfkrafa þann 18. oktober 2007. ÍHÍ mun staðfesta endanlega afgreiðslu þegar frumrit hafa skilað sér á alla áfangastaði.
Að uppfylltum áðurnefndum skilyrðum, um skil og frágang á frumritum pappíra, gildir leikheimildin út keppnistímabilið.
Óskað hefur verið eftir félagaskiptum frá SA til SR fyrir:
Arnþór Bjarnason
og fyrir:
Völu Stefánsdóttir frá SA til Bjarnarins
Félögin hafa staðfest skuldleysi leikmannanna við sitt gamla félag og félagaskiptagjöld hafa verið greidd til ÍHÍ. Leikmennirnir eru því löglegir með sínu nýja félagi.
HH