Fara í efni
Íshokkí fyrir byrjendur.
21.02.2010
Þeir sem horfa sjaldan á íshokkí eða eru að horfa á leikinn í fyrsta skipti eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir út á hvað leikurinn gengur. Hér má finna gagnlega punkta og tengil á frekari upplýsinga. Í tilefni þess að RÚV hefur sendingar frá íshokkíleikjum í kvöld vildum við koma með smá pistil fyrir byrjendur.
Leikmenn í íshokkí eru mjög vel varðir og meiðsli eru því sjaldgæf.
Útbúnaður:
Hver leikmaður hefur eftirfarandi búnað:
Skauta.Kylfu.Brynju.Olnbogahlifar.Púðabuxur.Legghlífar.Hjálm með gleri eða grind.
Leikurinn:Á svellinu eru einn aðaldómari (svart/hvít röndótt treyja með rauðum eða appelsínugulum borðum á ermunum) og tveir línudómarar (svart/hvít röndótt treyja).Hvort lið má mæta með allt að 22 leikmenn og þar af 2 markmenn.Liðinu er skipað í línur og í einni línu eru fimm leikmenn, tveir varnarmenn og þrír sóknarmenn. Liðið samanstendur þvi af fjórum línum auk tveggja markmanna. Algengt er að útispilarar séu inná svellinu í 40 – 70 sekúndur í einu. Liðin mega skipta eins oft um leikmenn og þau vilja (að uppfylltum ákveðnum reglum).
Fair game reglan - það má keyra á andstæðing sem er með pökkinn hverju sinni. Ákeyrslan verður þó að vera gerð með réttum hætti.Í íshokkí eru svokallaðir biðdómar. Þ.e þegar dómarinn sér brot flautar hann ekki á brotið fyrr en brotlega liðið nær stjórn á pekkinum. Í íshokkí geta verið fimm mismunandi misþungir dómar fyrir hvert brot auk liðsdóma. Fyrir önnur brot geta reglurnar hinsvegar sett mjög þröngar skorður um hversu strangur dómurinn á að vera.
Hér má fá ítarlegri upplýsingar um leikinn.
HH