Fréttapistill 1 frá Póllandi.

Það voru þreittir og þvældir leikmenn og fararstjórar sem skriðu út úr rútunni hér í Sosnowiec í Póllandi. Þá voru norðanmenn búnir að vera ríflega 30 klukkustundir á ferðinni og sunnanmenn rétt um 25 tíma. Rútuferðin eftir flugið til Frankfurt var bæði löng og ströng 15 klukkutímar, þannig að það voru stirðir skrokkar sem stigu hér út klukkan 6 í morgun. Liðið hljóp beint í beddann og voru flestir fegnir að geta hallað sér á kodda eftir þvælinginn. Ferðalagið var fj..... erfitt en allt gékk samt vel og engar töskur týndust. Eftir 4 klukkustunda svefn var svo ræst aftur og stormað út í rútu og niður á svellið sem er hér í 3ja kílómetra fjarlægð. Við áttum fyrstu æfingu klukkan 12:00, það var greinilegt að rútuferðalagið og stuttur svefn setti mark sitt á hópinn, menn voru þreittir og hægir og sendingarnar ekki til þess að hrópa húrra yfir.

Fyrir foreldra sem vilja hringja í drengina sína er símanúmerið hér á hótelinu 0048 (32) 299 9146 og herbergjaskipan sem hér segir.

271 Steinar Páll / Sindri Már
269 Brynjar / Guðmundur I.
267 Jón Ingi / Stefán Grétar
265 Ragnar / Daníel
263 Þórhallur / Gauti
261 Birkir / Ómar Smári
259 Elmar / Einar Guðni
257 Vilhelm / Trausti
255 Úlfar / Svavar
254 Kári / Arnar

266 Jan
264 Guðmundur Bj.
262 Helgi
260 Magnús
258 Viðar

Þegar þetta er skrifað er hópurinn farinn að sofa aftur og verður vakinn klukkan 17:00 fyrir hlaupa og teigjuæfingu klukkan 18:00 og síðan kvöldmat klukkan 19:00.

Á morgun 28. er morgunmatur klukkan 06:00, æfing klukkan 07:15 og fyrsti leikur á móti Rúmenum klukkan 13:00 á pólskum tíma eða klukkan 12:00 á íslenskum.

Myndir eru hér á síðunni undir Myndir úr starfinu "U-20 2003-2004" http://www.ihi.is/myndir ur starfinu

Meira síðar.